Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 334/2023 og nr. 335/2023 varðandi viðskiptakerfi með losunarheimildir

(2312073)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
11.12.2023 15. fundur utanríkismálanefndar Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 334/2023 og nr. 335/2023 varðandi viðskiptakerfi með losunarheimildir
Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson og Sigríður Eysteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu minnisblað utanríkisráðherra þar sem óskað var heimildar nefndarinnar til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 334/2023 og 335/2023 með lagafrumvarpi. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

Meiri hluti nefndarinnar tók ákvörðun um að veita slíka heimild í samræmi við a-lið 7. gr. reglna Alþingis um þinglega meðferð EES-mála.

Nefndin samþykkti, á grundvelli 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneyti um áhrif ETS kerfisins á önnur ríki.